Segir borgarstjóra þurfa að íhuga stöðu sína

Örn Þórðarson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Dagur B. Eggertsson þarf að íhuga hvort honum sé stætt á því að sitja áfram í embætti borgarstjóra vegna braggamálsins.  Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnar Þórðarsonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Örn segir að hann hafi verið á fyrri stigum málsins að frekar ætti að veita borgarstjóra tiltal en nú sé hann á þeirri skoðum að Dagur þurfi að íhuga stöðu sína í ljósi alvarleika málsins “ og svo þarf auðvitað allur meirihlutinn að skoða stöðu sína einnig enda ber meirihlutinn ábyrgð í málinu„,segir Örn. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

 

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila