Segir borgaryfirvöld skorta þekkingu í flugvallarmálinu

Ingvar Mar Jónsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.

Það er mikilvægt að þeir sem taka ákvarðanir í þeim mikilvæga málaflokki sem flugið er hafi þekkingu á því sem þeir fjalla um, og þá þekkingu skortir hjá borgaryfirvöldum. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Ingvars Mars Jónssonar oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ingvar bendir á að fluvallarmálið snúist ekki eingöngu um flugvöllinn sjálfan og þá sem um hann fara ” það má heldur ekki gleyma því að í kringum þetta byggjast upp alls kyns viðskipti, fyrirtæki spretta upp og ýmis þjónusta er veitt í kringum þetta líka, þannig þetta snýst ekki eingöngu um flugið, það koma fleiri þarna að sem eiga hagsmuna að gæta“,segir Ingvar. Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila