Segir Breiðhyltinga ekki vilja Hekluumboðið í Mjóddina

sveinnhjorturSveinn Hjörtur Guðfinnsson fulltrú Framsóknar og flugvallarvina í Hverfisráði Breiðholts segir Breiðhyltinga ekki vilja að Hekluumboðið í Mjóddina eins og áætlanir gera ráð fyrir. Sveinn sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun bendir á að á því svæði sem gert sé ráð fyrir að umboð Heklu komi til með að standa sé til að mynda þjónustuíbúðir fyrir aldraða og því alls ekki heppilegt að slík starfsemi sé stunduð þar auk þess sem íþróttafélagið ÍR sárvanti pláss fyrir aðstöðu og nærtækast sé að svæðið tilheyri íþróttafélaginu áfram „ það sem við viljum gera er að hafa þetta áfram sem grænt svæði og áfram uppbyggilegt fyrir ÍR því þeim vantar sárlega húsnæði, það er bara staðreynd, ÍR hafa setið á hakanum samkvæmt gögnum sem lögð hafa verið fram og okkur íbúum blöskrar og við vitum að þessu fylgir meiri umferð, hávaði og annað„,segir Sveinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila