Segir Costco vera hreyfiafl sem verði neytendum í hag

Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna.

Costco kemur til með að breyta markaðsumhverfinu til frambúðar og verður hreyfiafl sem verði neytendum í hag. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólafs Arnarsonar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Þá telur Ólafur að Costco muni ekki hafa neikvæð áhrif á íslenska framleiðslu eins og til dæmis í landbúnaðargeiranum „ ég held að íslenskur landbúnaður muni alveg geta borið sig í samkeppni hér innanlands, vegna þess að við hér almennt viljum frekar íslenskar landbúnaðarafurðir en erlendar og þetta á kannski fyrst og fremst við um kjötið, ég sé ekki að Costco muni bylta þeim markaði„,segir Ólafur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila