Segir Davíð Þór hafa úthúðað þeim sem börðust gegn unglingadrykkju

Valdimar Jóhannesson fyrrverandi blaðamaður.

Valdimar Jóhannesson fyrrverandi blaðamaður segir Davíð Þór Jónsson prest við Laugarneskirkju hafa úthúðað þeim sem stóðu að átaki gegn unglingadrykkju á þeim tíma sem útihátíðin Uxi´95 fór fram. Valdimar sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar greindi þar frá því þegar hann ásamt fjölmörgum samtökum, auk lögreglu urðu fyrir barðinu á Davíð þegar koma átti í veg fyrir unglingadrykkju á ofangreindri útihátíð ” hann réðist með miklu offorsi á okkur fyrir það að reyna að vara foreldra við því að senda börnin sín á þessa hátíð, hann studdi unglingadrykkjuna og sagði að þarna yrði mikil tónlistaveisla og þetta væri holl og góð hátíð en allir sem skildu samhengi hlutanna  vissu það að þarna átti að verða alveg botnlaus sukkhátíð“,segir Valdimar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila