Segir dómara Hæstaréttar ekki lesa öll málsskjöl áður en þeir kveða upp dóma

Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.

Dómarar Hæstaréttar komast aldrei yfir þann stafla málsskjala sem fylgja mörgum málum sem tekin eru til meðferðar hjá dómstólum landsins og því ljóst að þeir kynni sér ekki öll skjöl málanna áður en dæmt er í málunum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrverandi hæstaréttardómara í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón bendir á að í sumum málum sé mikið um magn gagna að ræða og það sé ekki trúverðugt að halda því fram að dómarar lesi þau öll áður en dómur sé kveðinn upp ” ég spyr að hvort að það sé líklegt að dómari sem yfir árið á aðild að tveimur dómum á dag að meðaltali á hverjum einasta starfsdegi ársins, þar sem í mörgum málanna eru mörg hundruð upp í mörg þúsund og jafnvel tugi þúsunda blaðsíðna að dómararnir sem hafa tekið þátt í málunum með þessum afköstum ,tveimur málum á dag hafi lesið þessi mál öll í gegn?“spyr Jón.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila