Segir eignarhald og krosseignatengsl lífeyrissjóða í fjölmiðlum stórhættulegt

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri RÚV.

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi Útvarpsstjóri RÚV segir að sú staða sem uppi er hvað varðar eignarhald lífeyrissjóða í stærstu fjölmiðlum landsins sé stórhættuleg, hætta sé á að fyrirtækjum í eigu lífeyrissjóða verði stýrt í þær áttir að auglýsa á þeim miðlum sem eru í egu sjóðanna og önnur fyrirtæki verði útilokuð. Þetta kom fram í máli Páls í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar í dag, en Páll segist hafa töluverðar áhyggjur af þessari þróun “ þetta eignarhald og þetta krosseignarhald á fjölmiðlunum annars vegar og fyrirtækjunum sem ráða afkomu þeirra hins vegar er stórhættulegt, oft er það þannig að grunur um hagsmunaárekstra er oft hættulegri en áreksturinn sjálfur, þetta minnkar trúverðugleikan„segir Páll. Viðtalið við Pál verður endurflutt í kvöld kl.22:00.

Athugasemdir

athugasemdir