Segir ekki ganga að taka á móti flóttamönnum og henda þeim svo út á götu

ragnarthorfrettaRagnar Þór Ingólfsson stjórnarmaður í VR og frambjóðandi Dögunar segir að ef íslendingar ætli að halda þeirri stefnu að taka á móti flóttamönnum verði að gera það með mannsæmandi hætti. Ragnar sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í vikunni ræddi meðal annars stefnu Dögunar í málefnum flóttamanna „ við erum með ákveðið samkomulag í gangi um að taka á móti fólki og við eigum að virða það en við eigum fyrst og fremst að gera það vel, ef við ætlum að vera í því að taka á móti flóttafólki þá eigum við ekki að gera það þannig að það fái hér einhverja kennitölu og svo er því bara hent út á guð og gaddinn, við búum á Íslandi og við þurfum að sinna þessum málaflokki vel ef við ætlum að gera það á annað borð„,segir Ragnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila