Segir ekki hægt að líta framhjá þörf lögreglu til þess að fylgjast með hættulegu fólki

sigmundur 005Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra segir að afstaða hans til öryggismála lögreglu hafi breyst eftir að hann hafi kynnt sér störf lögreglu ítarlega og rætt við lögreglumenn. Sigmundur sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í vikunni segir að hann skilji betur í dag en áður þörf lögreglunnar til þess að hafa forvirkar rannsóknarheimildir “ ég verð bara að segja alveg eins og er að ég hefði fyrir tíu árum haft miklar efasemdir og örugglega verið algjörlega andsnúinn því sem að menn kalla forvirkar rannsóknarheimildir, þá getum við ekki leyft okkur að líta fram hjá því að það er bara orðin þörf fyrir það nú til dags að lögreglan, meðal annars lögreglan á Íslandi hafi möguleika á að fylgjast með hættulegu fólki„,segir Sigmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila