Segir ekki koma til greina að sjómenn gefi eftir

villibirgis7Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að ekki komi til greina a hálfu sjómanna að gefa eftir í launadeilu sjómanna við útgerðarmenn. Vilhjámur sem var viðmælandi Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun segir að sjómenn séu í þeirri stöðu í dag að geta knúið og náð fram nauðsynlegum kjarabótum og því nauðsynlegt að menn ekki eftir “ því ef menn girða niður um sig núna þá mun þetta tækifæri ekki koma aftur, þeir eru í þessari stöðu núna, stöðu sem ekki mun koma aftur, þetta er í raun í fyrsta skipti sem sjómenn fá frið til þess að knýja fram nauðsynlegar kjarabætur„,segir Vilhjálmur.

Athugasemdir

athugasemdir