Segir ekki skynsamlegt að treysta á að lönd séu talin örugg fyrir hælisleitendur

Þórir Guðmundsson forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík.

Þórir Guðmundsson forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík segir það ekki vera skynsamlegt og að það geti verið beinlínis hættulegt að treysta á lista um að lönd séu talin örugg þegar kemur að málefnum hælisleitenda. Þetta kom fram í máli Þóris í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar. Þórir segir að af þeirri ástæðu sé það mat Rauða krossins að fara vel yfir mál hvers einstaklings “ og það getur vel verið í mörgum tilfellum að það þurfi ekkert að taka langan tíma, en það á að fara yfir mál hvers og eins, og ef menn eiga rétt á alþjóðlegri vernd þá eigum við að veita hana„,segir Þórir.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila