Segir engin nýmæli að finna í fjármálaáætluninni

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Engin sjánleg nýmæli eru í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata í síðdegisútvarpinu í gær. Björn sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar segir að í raun sé fjármálaáætlunin sama plaggið og eldri fjármálaáætlun “ alveg nákvæmlega sama plaggið, meira segja í smáatriðum, það er einungis smávægilegur áherslumunur á heildarmyndinni en að öðru leyti eru engar breytingar að sjá„,segir Björn. Hann segir áætlunina vera vonbrigði og að ekki sé hægt að sjá að verið sé að bæta úr þeim atriðum sem bæta þurfi úr í íslensku samfélagi. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila