Segir evruna vera meginástæðu þess að ríki vilji yfirgefa ESB

johannesbjornJóhannes Björn Lúðvíksson rithöfundur og þjóðfélagsrýnir segir meginástæður þess að mörg ríki vilji yfirgefa Evrópusambandið liggja í evrunni. Jóhannes sem var viðmælandi Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun segir það einfaldlega ekki ganga upp að vera með sömu myntina í mismunandi löndum „ það er ekkert hægt að vera með sama gjaldmiðil í Þýskalandi og Grikklandi og Ítalíu, það bara gengur ekki, það er ódýr gjaldmiðill fyrir þjóðverja en dýr fyrir ítali, þetta er hægt í Bandaríkjunum því þar er milligreiðslukerfi sem er mjög virkt„,segir Jóhannes.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila