Segir fátækt vera lýðheilsumál

villibirgis7Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að hann þoli illa það óréttlæti sem viðgengst í íslensku samfélagi með misskiptingu auðs, enda þekki hann af eigin raun hvernig líf það er að eiga ekki fyrir mat í lok mánaðar. Vilhjálmur sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun segist líta á fátækt sem lýðheilsumál þar sem fátækt geti haft bein áhrif á heilsu manna “ ég lít á þetta sem lýðheilsumál, að allir geti lagst á koddan nokkuð áhyggjulausir með það að eiga fyrir mat á morgun, því að fjárhagsáhyggjur eru bara heilsufarslegt vandamál vegna þess að um leið og fólk er með miklar áhyggjur af því að eiga ekki fyrir mat eða geta veitt börnum sínum það sem flest önnur börn geta fengið að þá hefur það áhrif á heilsu foreldranna„,segir Vilhjálmur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila