Segir fleiri meðferðarúrræði og eftirfylgni vanta

Guðlaug Björk Baldursdóttir.

Guðlaug Björk Baldursdóttir móðir ungs manns sem verið hefur í neyslu í tuttugu og þrjú ár eða frá sextán ára aldri segir fleiri úrræði þurfa þegar kemur að fíkniefnameðferðum. Guðlaug sem var gestur Edithar Alvarsdóttur í síðdegisútvarpinu á föstudag sagði þar frá þeirri erfiðu reynslu sem hún hefur þurft að ganga í gegnum sem aðstandandi fíkils en óhætt er að segja að sú reynsla hafi tekið sinn toll. Sonur var að sögn Guðlaugar afar erfitt barn og var greindur ofvirkur og misþroska, því var hann settur á rítalín „ og hann seldi það á skólalóðinni, hann varð fljótlega svona mikill bisnessmaður„,segir Guðlaug. Seinna þegar drengurinn hafði strokið af unglingageðdeild fékkst pláss fyrir hann á Torfastöðum sem síðar var dregið til baka og öðrum einstaklingi var úthlutað plássinu. Nú í dag eftir áralanga þrotlausa leit af úrræðum hefur ungi maðurinn loks fengið inni í Hlaðgerðarkoti þar sem hann dvelur fram á haust en Guðlaug telur að fleiri meðferðarúrræði skorti auk eftirfylgni “ það er ekki bara hægt að setja bara á plástur og setja þau inn á Vog, hvað svo?, heildarmyndin þarf að koma skýrar fram, hvað verður svo um þessa krakka eins og til dæmis hann þegar hann kemur af Hlaðgerðarkoti? , jú hugsanlega getur hann farið á áfangaheimili, hann er búinn að fara á Draumasetrið, hann er búinn vera á Brautinni og Sporinu og hann finnur alltaf þá sem eru í neyslu„,segir Guðlaug. Frásögn Guðlaugar af þeirri ótrúlegu þrautagöngu sem hún og sonur hennar hafa þurft að ganga í gegnum undanfarin ár má heyra í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila