Segir flokkseigendur ríkisstjórnarflokkana hafa löngu undirbúið ríkisstjórn Katrínar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og formaður Miðflokksins.

Flokkseigendur ríkisstjórnarflokkana þriggja sem nú eru við völd höfðu fyrir kosningar á árinu 2016 þegar verið byrjaðir að setja saman stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns og formanns Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Sigmundur segir að flokkarnir hafi gengið mjög hart fram í því að reyna að koma á stjórn þessara þriggja flokka „flokkseigandafélagið í mínum gamla flokki vildi þessa stjórn og beitti sér mjög í því, hluti af því sem má kalla gamla flokkseigandafélag Sjálfstæðisflokksins, menn sem höfðu talað um sögulegar sættir á sínum tíma, fyrir áratugum sáu tækifæri til þess að búa til slíka stjórn, og í Vinstri grænum, hverjir voru það sem voru áberandi í því að tala fyrir þessari stjórn?, voru það ekki Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon?, þannig að þarna má segja að flokkseigendur ólíkra flokka hafi náð að sameinast og mynda bandalag„,segir Sigmundur.

Hræðslubandalag gömlu fjórflokksklíkunnar

Sigmundur segir að með þessari samstöðu flokkseigendanna hafi þannig verið myndað hræðslubandalag “ sem að sjá fram á að missa áhrifin sem þau höfðu og hnipra sig þess vegna saman núna til þess að standa vörð um gamla tímann því það kerfi sem var er að hverfa„,segir Sigmundur

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila