Segir fólk verða að ófreskjum á netinu

ottargudmundsÓttar Guðmundsson geðlæknir segir netsamskipti breyta ótrúlegasta fólki yfir í ófreskjur í samskiptum við annað fólk. Óttar sem var gestur Edithar Alvarsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag segir að hann sjálfur hafi orðið fyrir netníði af hálfu manns úr læknastétt sem hafði verið ósammála Óttari um efni greinar sem hann hafði skrifað “ og hann veður fram á netinu með svona rosalegum gassagangi og ábyrgðarlausu tali, sem ég hefði aldrei trúað að hann myndi nokkru sinni viðhafa annars staðar, en það er eins og fólk haldi að þetta sé einhvern veginn vettvangur þar sem eigi að segja fólki til syndanna og nota öll þessi orð, og svo lætur fólk gamminn geysa og maður áttar sig á hvað þetta fólk er reitt og óhamingjusamt, og þarna fær það útrás fyrir svo margt með að svívirða einhvern sem er fulltrúi einhvers sem því er illa við og því um líkt„,segir Óttar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila