Segir fráleitt að skipta bekkjum eftir árgöngum

Sturla Kristjánsson sálfræðingur og kennari.

Árgangaskipt bekkjakerfi í grunnskólum er vafasamt og þjónar ekki þörfum nemenda nægilega vel. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sturlu Kristjánssonar sálfræðings og kennara í síðdegisútvarpinu á föstudag en hann var gestur Edithar Alvarsdóttur. Sturla bendir á að þroski einstaklinga sé afar mismunandi og því sé fráleitt að raða upp í bekki eftir fæðingarári “ég vil sjá þetta þannig að börn fái sinn tíma og sinn hraða, og fái að vaxa og dafna eins og þau hafa eðli til, menn eru hannaðir eftir mismunandi teikningum, þó manneðlið sé samt við sig þá er þroskaferli trúlega alltaf í sama takti, það er að segja að það eru sömu þættir sem koma í sömu röð í þroskanum, en tröppurnar eru misháar og mislangt á milli þeirra, og það er algjörlega fráleitt finnst mér að vera með bekkjaskipt skólakerfi þar sem raðað er í bekki eftir fæðingarári“,segir Sturla.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila