Segir fráleitt að tala um að leiðtogafundurinn hafi verið misheppnaður

Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu.

Það er fráleitt að halda því fram að leiðtogafundur Donald Trump forseta Bandaríkjanna og Vladimir Putin forseta Rússlands hafi verið misheppnaður. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Haukur bendir á að nú þegar megi sjá árangurinn af fundinum enda hafi Trump sent boð til Putin og boðið honum til fundar í Hvíta húsinu, þá sé eftir fundinn meiri bjartsýni að hægt verði að ná árangri hvað varðar stríðið í Sýrlandi.. Þá segir Haukur þær ásakanir að rússar hafi haft áhrif á kosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 algerlega úr lausu lofti gripnar “ hvernig eiga rússar að hafa haft áhrif á hug og skoðanir bandaríkjamanna, hvernig á það að vera hægt tæknilega?„,segir Haukur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila