Segir gagnrýna hugsun vera einu vörnina gegn falsfréttum

Smári Mccarthy þingmaður Pírata.

Eina úrræðið til þess að bregðast við mikilli aukningu falsfrétta á netinu er að virkja almenning til þess að beita gagnrýnni hugsun. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Smára Maccarthy þingmanns Pírata í síðdegisútvarpinu í dag. Smári segir það vandamál sem falsfréttir séu orðnar sé afar umfangsmikið og bendir  að þegar hann hafi verið að rannsaka störf glæpahópa erlendis hafi hann orðið var við að starfræktar væri sérstakar fréttaverksmiðjur sem hefðu það hlutverk að framleiða og dreifa falsfréttum í áróðurstilgangi ” ein sem ég man sérstaklega eftir í Sankti Pétursborg þar sem voru 50 manns hver og einn með um 10 – 20 gerviprófíla á Facebook og kannski annað eins á Twitter og eru bara stöðugt að senda út áróður, senda út falskar fréttir og jafnvel sannar fréttir með breyttum áherslum og magna upp fyrirsagnir, og ef við segjum að það séu 50 manns sem allir stjórna tíu Facebook prófílum þá ertu kominn með 500 prófíla sem eru að vingast um fólk og eru að senda fréttir út um allt, og þegar fólk fær svona holskeflur yfir sig á hvaða tungumáli sem er þá er rosalega erfitt jafnvel fyrir skynsama einstaklinga að átta sig á hvort fréttirnar séu sannar“,segir Smári.

Vill bæta réttaröryggi almennra borgara á netinu

Einnig var rætt um netníðinga og neteinelti í þættinum og segir Smári mikilvægt að jafna stöðu einstaklina sem telja á sér brotið á netinu. Hann bendir á að fjögur frumvörp sem öll miði að því að bæta þá stöðu séu fyrir hendi og hafi í raun aldrei komist á dagskrá” ef dómsmálaráðherra myndi leggja þau frumvörp fram þá myndi ég styðja þau alla leið“,segir Smári.

Athugasemdir

athugasemdir