Segir heimalestur vera grundvöll árangurs í lestrarnámi barna

illugi 002Illugi Gunnarsson mennta og menningarmálaráðherra segir að lykillinn að velgengni barna þegar kemur að lestri. Illugi sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í vikunni bendir á að aðeins hluti lestrarnámsins fari fram í skólanum „ þetta er ekkert ósvipað og að læra á hljóðfæri, ef þú værir til dæmis að læra á píanó og færir tvisvar í viku í spilatíma og spilaðir bara á píanóið bara þegar þú værir í spilatímatímanum og aldrei annars heima, þá er eiginlega alveg sama hvað þú mætir í marga spilatíma því þú yrðir aldrei góður að spila á píanó, þú nærð aldrei tökum á því , þú þarft að æfa þig heima, það er nákvæmlega það sama með lestur„,segir Illugi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila