Segir hótanir ESB ekki teknar alvarlega

Witold Waszczykowski utanríkisráðherra Póllands segir engu máli skipta hvaða aðgerðum ESB hóti Póllandi með fyrir að neita að taka við flóttamönnum. ESB-dómstóllinn ákvað í fyrri viku að Evrópusambandið hefði heimild til þess að þvinga aðildarríkin til að taka við ákveðnum fjölda flóttamanna frá þriðja heiminum. Witold segir að pólverjar muni fyrst og fremst taka fram öryggi landsins fram yfir kröfur Evrópusambandsins. Dómstóllinn hafnaði kröfu Slóvakíu og Ungverjalands um ógildingu flóttamannakvóta. Utanríkisráðherra Póllands hefur stuðning Beata Szydlo forsætisráðherra Póllands sem segir að ákvörðun ESB-dómstólsins muni engu breyta varðandi afstöðu pólsku ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum. Þá hafði Viktor Orbán sagt að Pólland muni ekki fylgja fyrirskipunum frá ESB í málefnum flóttamanna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila