Segir hugmynd borgarstjóra um búsetu stúdenta í þjónustukjörnum aldraðra vera barnalega

Hólmsteinn A. Brekkan framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda.

Sú hugmynd borgarstjóra um að bjóða stúdentum að leigja gegn gjaldi og samfélagsmiðlakennslu í þjónustukjörnum aldraðra er barnaleg. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hólmsteins A. Brekkan framkvæmdastjóra Samtaka leigjenda í morgunútvarpinu í morgun, en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Hólmsteinn segir kosningaþef af hugmynd borgarstjóra “ þetta er svona týpísk glærusýning fyrir kosningar, og á sama tíma og þessi hugmynd er sett fram þá vantar húsnæði fyrir eldri borgara, þetta er bara fáránlegt og barnalegt„,segir Hólmsteinn.

Unga fólkið þvingað í skuldafangelsi

Hólmsteinn bendir á að í því húsnæðisástandi sem nú er sé furðulegt hversu mikil áhersla sé lögð á að ungt fólk kaupi sína fyrstu eign í stað þess að leigja “ það er öll áhersla lögð á að ungt fólk kaupi húsnæði og það þvingað þannig í skuldafangelsi svo hagsmunaöflin græði sem mest„,segir Hólmsteinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila