Segir kirkjuna mega vera virkari í samfélagsumræðunni

Kristinn Jens Sigurþórsson sóknarprestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

Kirkjan mætti vera duglegri við að taka þátt í samfélagsumræðunni og láta í sér heyra þegar henni finnst tilefni til að vekja athygli á málum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristins Jens Sigurþórssonar sóknarprests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Kristinn bendir þó að slíkt gæti reynst kirkjunni erfitt “ hér eru mörg mál mjög eldfim og það getur verið eldfimt fyrir kirkjuna að skipta sér mikið af þeim, við getum líka rætt það hvort að kirkjan sem stofnun eigi að tjá sig, hvort allir prestar yrðu sáttir við það eða yrðu öll sóknarbörn sátt við það að kirkjan myndi tjá sig um einstaka þjóðfélagsmál, reyndar hefur kirkjan svokallaða þjóðmálanefnd sem að á að taka til umfjöllunar þjóðfélagsmál en það hefur verið afskaplega hljótt um þá nefnd árum saman“,segir Kristinn.

Athugasemdir

athugasemdir