Segir lag Bubba, Hótel Borg vera stolið frá John Fogerty

Jens Guð bloggari.

Lagastuldur og höfundarréttarbrot hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu í kjölfar málaferla sem gert er ráð fyrir að Jóhann Helgason muni höfða vegna stuldar á lagi hans Söknuði. Jens Guð bloggari sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í gær benti í þættinum á annað dæmi sem telja mætti sem lagastuld, og það sé lagið Hótel Borg með Bubba Morthens sem hann segir vera stolið frá John Fogerty. Lag John Fogerty heitir Comin´down the road og kom út árið 1973, lag Bubba kom hins vegar út og kom út árið 1993 á plötunni Svefnvana undir merkjum hljómsveitarinnar  GCD. Óhætt er að segja að lögin eru ótrúlega lík en hér fyrir neðan má smella á hlekki á bæði lögin og geta hlustendur heyrt þau og borið saman.

Hér í spilaranum fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtal Péturs við Jens Guð.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila