Segir Landsbankann hafa logið fyrir dómi

Einar Valur Ingimundarson umhverfisverkfræðingur.

Einar Valur Ingimundarsson umhverfisverkfræðingur sem tapaði stórfé vegna falls Landsbankans í hruninu segir að þegar hann rak mál gegn bankanum fyrir dómi hafi fulltrúar bankans logið fyrir dómi. Einar segir að þegar hann varð var við í hvað stefndi með bankann hefði hann beðið starfsmann bankans að selja þau hlutabréf sem hann ætti og voru í umsjá bankans, það hefði hins vegar aldrei verið gert. Þegar málið fór fyrir dóm hafi bankinn borið því við Einar hefði aldrei farið fram á að bréf hans yrðu seld, þrátt fyrir að Einar hefði vitni að þeim samskiptum. Síðar fór málið fyrir hæstarétt sem dæmdi Einari í óhag og vísaði til þess að Einar hefði ekki geta sannað að hann hefði beðið um að bréfin yrðu seld. Einar segir Hæstarétt hafa gengið erinda bankans í málinu ” það er þarna dómari sem er kallaður í daglegu tali besti vinur bankanna og ég held að í öllu þessu umróti um Landsrétt ættu menn að velta því fyrir sér hvort það þurfi ekki að hreinsa úr Hæstarétti“,segir Einar. Hlusta má á viðtalið við Einar þar sem hann reifar samskipti sín við Landsbankann í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila