Segir Le Pen vera eitur í beinum kvennahreyfinga og fjölmiðlaelítunnar í Frakklandi

Haukur Hauksson fréttamaður.

Kvennahreyfingar og fjölmiðlaelítan er andsnúin franska forsetaframbjóðandandum Marine Le Pen. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmæalandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Haukur segir viðbrögð kvennahreyfinga við gengi Le Pen áhugaverð fyrir margra sakir “ eðli sínu samkvæmt ættu kvennahreyfingar og aðrir að vera hlynnt því að kona kæmist að í embætti forseta þó hún sé ekki á sósíaldemókratískri flokkslínu, þannig það er ákveðinn tvískinnungur að eiga sér stað„,segir Haukur.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila