Segir líkur á að menn komist upp með afbrot vegna manneklu hjá lögreglu

Snorri Magnússon formaður Landsambands lögreglumanna.

Leiða má líkum að því að hér á landi séu framin afbrot sem brotamenn komist upp með eingöngu vegna þess að mikil mannekla sé hjá lögreglu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna í morgunútvarpinu í morgun em hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Hann segir að ekki séu til staðfest dæmi til um að menn hafi komist upp með afbrot vegna manneklunnar, enda fari eðli málsins samkvæmt brotamenn hljótt um afbrot sín. Þá bendir hann á að fram hafi komið ýmsar vísbendingar um að hér á landi sé stunduð ólögleg starfsemi, sem erfitt sé að taka á vegna manneklunnar „ef við tökum til dæmis fjármálageirann, þá höfum við þar vísbendingar um peningaþvætti, nú við erum að sjá fréttir af mansali, skipulagðri vændisstarfsemi og þar fram eftir götunum„,segir Snorri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila