Segir lítið gerast hjá velferðarvaktinni

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands segist ekki ánægð með störf velverðarvaktar Velferðarráðuneytisins sem hún segir að einkennist helst af endalausum fundum á fundi ofan, og að lítið annað sé gert. Ásgerður sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar ásamt Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag sem sjálf á sæti í velferðarvaktinni segir að henni hafi verið nóg boðið á fundi velferðarvaktarinnar á dögunum “ ég var á fundi þarna og mér varð á orði að ef velferðarvaktin væri rekin eins og fyrirtæki þá væri löngu búið að reka alla sem eru í velferðarvaktinni„,segir Ásgerður. Hún segir að þetta hafi haft þær afleiðingar að í kjölfarið hefði hún fengið bréf þar sem styrkbeiðni Fjölskylduhjálparinnar til Velferðarráðuneytisins til samtakanna hafi verið hafnað. En hvert er hlutverk velferðarvaktarinnar? “ tilgangur velverðarvaktarinnar er að finna þá sem fátækir eru í þjóðfélaginu og það virðist ganga erfiðlega fyrir velferðarvaktina að finna þá, en það þarf ekki annað en að athuga alla þá sem eru með 200.000 til ráðstöfunar, þú þarft ekkert að kanna þá stöðu meira því þetta fólk býr við fátækt“ segir Ásgerður.

Athugasemdir

athugasemdir