Segir lögreglu hafa hunsað hættuástand sem skapaðist á Reykjanesbraut

Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur.

Lögregla hunsaði hættuástand á Reykjanesbraut þegar bifreið Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings festist þar í snjóskafli á dögunum, með þeim afleiðingurm að úr varð fjöldaárekstur og slys urðu á fólki. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Guðbjörn hringdi í lögreglu þegar hann festist í snjóskaflinum enda hafi honum ekki litist á blikuna þar sem bílar þutu hjá á miklum hraða “ og þá sögðu þeir að það væri ekki lögreglunnar að aðstoða fólk sem væri fast í snjóskafli og gáfu mér upp símanúmer hjá dráttarbíl„,segir Guðbjörn. Guðbjörn segir að hann hafi reynt að útskýra fyrir lögreglu að um væri að ræða hættuástand enda hefði bifreiðin verið staðsett á vegi þar sem hratt væri farið yfir, en allt kom fyrir ekki“ Svo sé ég allt í einu í bansýnisspeglinum bíl koma aftan að mér og svo lendir hann á minni bifreið og svo komu sjö aðrar bifreiðar í kjölfarið og lentu á hver annari, ég var svo fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús, meðal annars með heilablæðingu„. Guðbjörn þakkar bifreiðinni sem hann var á að ekki fór verr “ ég var á stórum bíl, ef ég hefði verið á minni bíl, til dæmis Yaris þá væri ég ekki hér í dag„,segir Guðbjörn sem enn er að jafna sig af áverkum eftir slysið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila