Segir lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu ekki stætt í embætti

snorri81Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna segir erfitt að sjá að Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu geti setið áfram í embætti vegna þeirrar ólgu sem skapast innan raða lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Snorri sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun segir að þegar upp sé komin staða eins og rauninn sé hjá lögreglu geti það ekki endað öðruvísi en með því að hlutaðeigandi víki, en aðspurður um hvort Sigríður Björk geti setið áfram í embætti segir Snorri “ það er erfitt að sjá það satt best að segja, í öllu falli þarf eitthvað að gerast og það er einhvern veginn í svona tilvikum, þegar mál eru komin á þennan veg, hvar sem það er þá þarf alltaf einhver að stíga til hliðar„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila