Segir me too umræðuna vera komna út í vitleysu

Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur og hótelstjóri.

Me too umræðan er komin út í tóma vitleysu, þvælu og öllu er ruglað saman við kynferðislegt áreiti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings og hótelstjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Guðmundur bendir á að þær frásagnir sem fram hafa komið í tengslum við me too umræðuna hafi verið birtar á lokuðum hópum á Facebook og ógjörningur að meta sannleiksgildi þeirra “ það er auðvelt að setja svona sögur fram, svo kemur RÚV og étur upp bullið án þess að kanna sannleiksgildið, þetta gætu allt eins verið uppspunnar sögur settar fram af einhverjum rugludöllum„,segir Guðmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila