Segir mikilvægt að göngufólk láti alltaf vita af ferðalögum sínum

Flosi Þorgeirsson

Það er mikilvægt að menn láti vita af því ef þeir ætla ferðast og ganga fjöll einir síns liðs. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Flosa Þorgeirssonar tónlistarmanns og sjúkraliða í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Flosi fékk fyrir nokkrum misserum að kynnast því á eigin skinni hve mikilvægt er að láta vita af ferðum sínum þegar hann var á ferð í Henglinum “ ég fór að finna fyrir verk í mjöðminni og ætlaði að harka það af mér en síðan kom þessi skerandi verkur og ég gat ekki haldið áfram„,segir Flosi. Flosi segir að til að bæta gráu ofan á svart hafi verið lítið eftir á rafhlöðunni í síma hans og að auki hafi hann verið hálf villtur “ ég var eiginlega orðinn mjög hræddur, hringdi í neyðarlínu og náði ekki sambandi strax, en svo komu þeir og sýndu mikla fagmennsku, ég eiginlega skammast mín fyrir þetta og hvet fólk til að passa að láta vita af sér, og auðvitað styðja vel við björgunarsveitirnar„.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila