Segir mismunun borgaryfirvalda gagnvart Hjálpræðishernum óskiljanlega

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins.

Mismunun borgarinnar í garð Hjálpræðishersins er með öllu óskiljanleg. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar þingmanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur bendir á að Hjálpræðisherinn eigi sér langa sögu hér á landi og hafi unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu þeirra sem standa höllum fæti, því komi framkoma borgaryfirvalda mjög á óvart “þetta er náttúrulega hugsjóna og kærleiksstarf, og að aðilar sem að starfa í umboði borgarbúa skuli leyfa sér svona framkomu gagnvart þessum samtökum er auðvitað óskiljanlegt“,segir Ólafur.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila