Segir nauðsynlegt að rannsaka einkavæðingu bankanna hina síðari

viglundurfrettaVíglundur Þorsteinsson lögfræðingur segir að við einkavæðingu bankanna hina síðari hafi stjórnmála og embættismenn orðið uppvísir að svo umfangsmiklum misfellum í meðferð með opinbert fé að nauðsyn krefji að málið verði rannsakað. Víglundur sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að menn hafi verið dæmdir fyrir minni misgjörðir en þær sem hann telji embættismenn hafa gerst seka um „ í Hæstarétti á undanförnum misserum hafa menn verið dæmdir fyrir umboðssvik í langt um minni tilvikum en þetta, en útrásarmennirnir eru bófarnir og það má lemja á þeim, en þarna koma stjórnmálamenn og embættismenn við sögu, menn eru að ræða um svo alvarlegar misfellur í meðferð opinberra fjármuna að það verður að rannsaka þetta með alvöru hætti„,segir Víglundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila