Segir nauðsynlegt að senda alla ólöglega innflytjendur frá Ítalíu

Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.

Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu segir Ítalíu vera nokkurs konar félagslega sprengju sem sé við það að springa vegna ólöglegra hælisleitenda og innflytjenda. Þetta kom fram í viðtali við Berlusconi í Ítalska sjónvarpinu á sunnudag. Berlusconi benti á að um 600 þúsund ólöglegir innflytjendur væru í landinu og gaf í skyn að ef flokkur hans kæmist í ríkisstjórn yrði öllum ólöglegum innflytjendum vísað burt úr landinu. Berlusconi segir slíkar aðgerðir verði að fara fram ef ekki eigi illa að fara “við teljum það algjörlega nauðsynlegt og forsendu til að ná tökum á ástandinu“,sagði forsætisráðherran fyrrverandi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila