Segir nauðsynlegt vinna að einföldun örorkulífeyriskerfisins

Þorsteinn Víglundsson félags og jafnréttismálaráðherra.

Þorsteinn Víglundsson félags og jafnréttismálaráðherra segir örorkulífeyriskerfið vera of flókið og segir nauðsynlegt að gera það einfaldara og skilvirkara. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þorsteins í viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur við hann í síðdegisútvarpinu í gær. Þorsteinn segir að hann vilji fara svipaðar leiðir til einföldunar á örorkulífeyriskerfinu og gert var við ellilífeyriskerfið „ það þarf að reyna að samræma kerfið með sambærilegum hætti og gert var í ellilífeyriskerfinu, við erum með tvo þætti sem ég myndi kalla stóran löst á örorkulífeyriskerfinu, sem eru króna á móti krónu skerðing, það er að segja að fyrir hverja krónu í tekjum skerðast bætur á móti að sömu upphæð, við ætlum að breyta því og það er partur af þeirri endurskoðun sem er unnið að núna, svo erum við líka með ákveðin tekjumörk sem valda því að ef einstaklingur fer yfir þau þá skerðast bætur svo mikið að hann hefur jafnvel minna á milli handanna heldur en fyrir, þannig það er tvennt sem við þurfum að gera, það er að einfalda kerfið og gera það auðskiljanlegra og að það séu jákvæðir hvatar til atvinnuþátttöku innan þess„,segir Þorsteinn. Þáttinn má hlusta á í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila