Segir neyðarástand ríkja í löggæslumálum

Snorri Magnússon formaður Landsambands lögreglumanna.

Neyðarástand ríkir í löggæslumálum vegna manneklu og fjárskorts. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Snorra Magnússonar formann Landsambands lögreglumanna í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Snorri segir tími sé kominn til þess að segja frá stöðunni umbúðalaust “ það er nauðsynlegt að segja frá hlutunum eins og þeir eru í raun og já það ríkir neyðarástand innan lögreglunnar vegna manneklu og fjárskorts„,segir Snorri. Aðspurður um hvort manneklan geti leitt til þess að lögreglan muni í meira mæli kveða almenna borgara til lögreglustarfa eins og heimild sé fyrir í lögum segir Snorri „það getur vel komið til greina, það er ekki hægt að horfa framhjá því„.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila