Segir ótrúlegt að Hjálpræðisherinn fái ekki lóð

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að það veki furðu sína að Hjálpræðisherinn fái ekki lóð endurgjaldslaust undir nýbyggingu sem félagið hyggst reisa, líkt og önnur trúfélög hafi fengið hingað til. Kjartan sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segist gefa lítið fyrir þau rök borgaryfirvalda að Hjálpræðisherinn eigi nægt fé vegna sölunnar á herkastalanum og því þurfi hann ekki á lóð að halda án endurgjalds ” ég kynnti mér þetta og þeir seldu herkastalann fyrir nokkur hundruð milljónir, og ætla að byggja nýtt hús á nýjum stað sem er meira miðsvæðis inni í borginni eins og hún er núna, og allur söluhagnaðurinn af herkastalanum fer í nýja húsið og mér skilst að það dugi varla til“segir Kjartan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila