Segir rafbylgjur geta haft töluverð áhrif á heilsu manna og dýra

Garðar Bergendal rafbylgjumælingamaður.

Rafbylgjur geta haft töluverð áhrif á líðan og heilsu manna og dýra og geta verið jafnvel verið skaðlegar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Garðars Bergendal rafbylgjumælingamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Garðar segir að rafbylgjur geti leynst á ótrúlegustu stöðum, jafnvel í þeim mat sem við neytum. Í landbúnaði geta bylgjurnar haft áhrif á nyt kúa, og því sé mikilvægt að huga að öllum tengingum í gripahúsum, en fæða gripanna getur einnig verið hlaðin rafbylgjum að sögn Garðars “ til dæmis í rúllunum, ég hef verið fenginn til þess að lagfæra þegar svoleiðis tilvik koma upp, rafmagnið kemur í heyið út af plastinu sem er sett utan um rúllurnar„,segir Garðar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila