Segir rangar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hafa kostað þjóðina stórfé

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Rangar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í máli Arionbanka hafa kostað þjóðina stórfé, í stað þess að fara eftir þeirri áætlun sem upphaflega var lagt upp með.
Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur segir upphæðirnar sem tapast hafi vegna þessa séu gríðarlegar “líklega það háar að þær myndu duga til þess að reisa nýtt þjóðarsjúkrahús,” segir Sigmundur.
Hann segir að vogunarsjóðir séu væntanlega ánægðir með að hafa náð því fram sem þeir vildu “þeir vildu hafa þetta svona og það fengu þeir, þeir fengu nýjan forsætisráðherra, fengu nýjar kosningar og fengu að hafa þetta eins og þeir vildu hafa þetta með bankann,” segir Sigmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila