Segir Rússum refsað fyrir glæp sem óvíst er að hafi verið framin

Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu.

Það er leiðinlegt að sjá íslenska ráðamenn taka þátt í að refsa Rússum fyrir glæp sem vafi leikur á að hafi verið framinn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Haukur bendir á að enn sé allt á huldu um hina meintu efnavopnaárás gegn Skribal feðginunum, auk þess sem svo virðist að þeim sé haldið í felum, bæði fyrir rússneskum yfirvöldum sem og fjölskyldu þeirra. Þá bendir Haukur á að menn séu margsaga um magn eitursins, auk þess sem fram hafa komið vísbendingar um að eitrið hafi verið framleitt í Tékklandi “menn eru að segja ýmist að um 100 milligrömm eða 100 grömm af þessu eitri, það er auðvitað himinn og haf þarna á milli, ef þetta hefðu átt að vera 100 grömm hefði það dugað til að valda gífurlegum skaða í Salsbury“,segir Haukur. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila