Segir sænsku lögregluna hafa misst tökin gagnvart ofbeldismönnum og brennuvörgum

gustafskulaGústaf Skúlason sem býr í Stokkhólmi í Svíþjóð segir tíða bílbruna að undanförnu vera merki um að sænska lögreglan hafi enga stjórn á ástandinu sem skapast hefur í landinu að undanförnu. Gústaf sem var viðmælandi Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar  í morgunútvarpinu í morgun telur að ástandið geti leitt til þess að íbúar á þeim svæðum þar sem ástandið er verst taki lögin í sínar hendur til þess að bregðast við “ ég er ansi hræddur um það að þetta leiði til þess að fólk fari að taka sig saman ef lögreglan geti ekki varið fólk þá taki það sig saman og taki lögin í sínar hendur, það verður útkoman úr þessu dæmi, það er nú þegar hér á nokkrum stöðum búið að stofna eins konar varnarlið, það er þó óvopnað“,segir Gústaf.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila