Segir samkeppnishindranir orðnar óbærilegar fyrir minni fjölmiðla

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi Útvarpsstjóri RÚV.

Ítök lífeyrissjóða á fjölmiðlamarkaði og krosseignatengsl annara fyrirtækja í þeirra eigu hefur gert það að verkum að staða minni jaðarfjölmiðla er orðin óbærileg. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Magnússonar fyrrverandi útvarpsstjóra og þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Páll segir að ekki bæti úr skák að aðrar hindranir verði á vegi þessara fjölmiðla og nefndi deilu Póst og fjarskiptastofnunar við Útvarp Sögu um tíðnisvið sem dæmi „og til dæmis framganga stjórnvalda varðandi þetta tíðnisvið að mér finnst þetta sérkennileg afstaða af hálfu stjórnvalda, ég hef að minnsta kosti ekki heyrt rökin fyrir því af hverju gengið er fram með þessum hætti„,segir Páll.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila