Segir samskipti Samgönguráðuneytis við borgaryfirvöld vegna vegagerðar vera stirð

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra.

Samskipti borgaryfirvalda við samgönguráðuneytið eru og hafa verið stirð í gegnum árin. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón segir borgaryfirvöld ekki hlusta á ráðleggingar fagmanna og vilja fara sínar eigin leiðir þegar kemur að samgöngum ” þau vilja leysa allan vanda með almenningssamgöngum í stað þess að fara í að vinna að vegaumbótum, þau hlusta einfaldlega ekki, og við sjáum þá hvert stefnir næstu fjögur árin“,segir Jón. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila