Segir Seðlabanka Evrópu á hálum ís

otmarissingOtmar Issing fyrrverandi yfirhagfræðingur Seðlabanka Evrópu segir bankann á afar hálum ís því hann hafi borgað gjaldþrota ríki frá skuldum sínum og sett þar með Evrópuhagkerfið í hættu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Issing í The Telegraph. Þá segir Issing í viðtalinu að evran sé á þeim mörkum að sigla í strand og að einn daginn muni spilaborgin hrynja „ Ef við horfum á þetta raunsætt, þá mun framhaldið einkennast af strögli, úr einum vandræðunum í önnur. Það er erfitt að spá fyrir hversu lengi slíkt getur haldið áfram, en slíkt getur ekki gengið endalaust„,segir Issing. Hann segir bankann bera mikla ábyrgð á stöðunni “ Stöðugleikinn og vaxtaþátturinn hafa meira og minna mistekist. Agi á markaði hefur horfið vegna inngripa bankans. Það er því engin raunveruleg stjórn á hlutunum af hálfu markaðarins eða pólitískra stjórnvalda. Í þessu eru innbyggðir allir áhættuþættir til að kalla hörmungar yfir myntbandalag Evrópu. Ákvæði um að ekki skuli greiða óreiðuskuldir eru þverbrotnar á hverjum einasta degi„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila