Segir sérlega ósvífið að hrægömmum séu réttar ríkiseigur til að kaupa banka

Vigdís Hauksdóttir.

Vigdís Hauksdóttir borgarstjóraefni Miðflokksins segir með hreinum ólíkindum og sérlega ósvífið hvernig Steingrímur J. Sigfússon þáverandi fjármálráðherra hafi rétt hrægömmum ríkiseigur í þeim tilgangi að þeir gætu keypt nýja banka. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vigdísar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar ” þeim voru réttar skuldir heimilanna og það virði sem var í þeim, fengu það á hrakvirði til þess að borga út í nýjum banka, þetta stendur allt í skýrslunni minni og þetta er málflutningur okkar Víglundar, hann var að skoða Arion banka en ég var með alla bankana undir, þetta er svo lygilegt að ríkisstjórn í sjálfstæðu ríki skuli lúta svo í lægra haldi að heimilin skuli vera skiptimynt í svona makki að það er alveg með ólíkindum að engin skuli bara sitja hreinlega í fangelsi fyrir þetta“,segir Vigdís.

Smelltu hér til þess að lesa skýrslu Vigdísar um einkavæðingu bankanna hina síðari.

Smelltu hér til þess að skoða fleiri gögn um einkavæðingu bankanna.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila