Segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að taka þingmann Pírata sér til fyrirmyndar

Ingvar Smári Birgisson formaður SUS.

Sjálfstæðisflokkinn skortir ekki traust en hann mætti þó vera í meiri nánd við fólkið í landinu og taka Helga Hrafn Gunnarsson Pírata sér til fyrirmyndar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingvars Smára Birgissonar nýkjörins formanns SUS í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Ingvar segir almenning almennt velviljaðan í garð flokksins “ fólk skynjar flokkinn sem hæfan flokk og ábyrgan flokk en ég held að stundum mætti hann vera nær fólki, það er þó ekki endilega svo að aðrir flokkar séu að skora betur á því sviði, en Píratar uxu mjög hratt á sínum tíma og ég held að það hafi verið fyrst og fremst vegna einlægni Helga Hrafns Gunnarssonar og ég held að þetta sé eitthvað sem fólk mætti taka sér til fyrirmyndar„,segir Ingvar.

Athugasemdir

athugasemdir