Segir skipulagsþróun í Reykjavík hafa farið versnandi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Skipulagsþróun í Reykajvík hefur farið mjög versnandi á síðastliðnum átta árum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur segir að hann hafi ekki verið sérlega hrifinn af skipulaginu á árum áður en segist hafa séð þess þó merki að jákvæð teikn væru á lofti “ en síðan fór ástandið hríðversnandi, ekki síst vegna þessarar öfgaþéttingarstefnu og er algjörlega úr takti við annað í Reykjavík, svo er það líka þetta alræði fjármagnsins og borgaryfirvöld virðast ofurseld þessu ofurfjármagnsflæði„,segir Sigmundur. Þá ræddi Sigmundur einnig samgöngumálin en um þau sagði hann meðal annars “ þar eru menn með fyrirfram mótaða hugmyndafræði í andstöðu við veruleikann og reyna svo að troða þeirri hugmyndafræði inn í veruleikann„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila