Segir skóla án aðgreiningar vera misskilda jafnaðarstefnu

Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar.

Skóli án aðgreiningar er misskilin jafnaðarstefna sem kemur niður á nemendum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þorvaldar Þorvaldssonar formanni Alþýðufylkingarinnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Þorvaldur bendir á að þeir sem aðhyllist stefnu um  skóla án aðgreiningar telji hugmyndina jafna stöðu nemenda, en að það sé hins vegar byggt á miklum misskilningi ” þetta er nokkurs konar misskilin jafnaðarstefna þar sem fólk heldur að þetta geri nemendur jafnari en í stað þess kemur þetta niður á öllum nemendum, fólk er mismunandi og eitt sem hentar einum hentar ekki endilega öllum“,segir Þorvaldur og bætir við að úr  þessu vilji Alþýðufylkingin bæta úr komist hún til valda í borginni í komandi kosningum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila